Laugardagur, 8. nóvember 2008
Hvað er í gangi??
Hví er fólk að reiðast yfir því að það var verið að grýta eggjum í alþingishúsið, og því með að gera grín af því ungu fólki sem voru að mótmæla með?? Allir íslendingar eiga að taka höndum saman og segja frekar "SKAMMIST YKKAR GEIR OG DAVÍÐ, OG VÍKJIÐ BURT". Ég er bara komin með nóg af því fólki sem þykist vera svo "fullorðið" og hafi þann rétt að geta gert lítið úr ungmennum!! Sýnist mér líka á þessum myndum að það er verið að reyna sýna sem minnst af "fullorðna" fólkinu, eru fjölmiðlarnir að reyna stjórna sýn annara af þessum mótmælum??
Höldum áfram kæru íslendingar að sýna þeim æðri tilfinningar okkar, ekki loka okkur inni þegjandi og hljóðlaus!! Við verðum að taka höndum saman á þessum erfiðum tímum!
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr! Þessar heiglur sem að væla fyrir framan tölvuna en þora ekki út mega vera í afneitun fyrir mér. Áfram með ykkur Íslendingar. Sýnum að valdið er hjá almenningi! Ég var þarna og staðfesti að meirihluti mótmælenda voru yfir 30 ára. Þarna voru gamalmenni með stafi, ungar fjölskyldur, fólk á öllum aldri sem hefur misst vinnuna, fólk sem er við það að missa vinnuna og fyrirtækin sín, fólk sem átti pening í bankanum en hefur ekki fengið hann, fólk í hjólastólum, allskonar fólk!
Linda 8.11.2008 kl. 19:37
Heyr Heyr...Nú er engin afsökun tekin gild. Nú mæta Allir næsta Laugardag. Með egg og tómata og skyr.
Gummi 8.11.2008 kl. 19:38
Var þarna líka og get staðfest að fólk af öllum aldri var á svæðinu, var sérlega ánægður með hvað mikið af ungu fólki kom. Ég hefði viljað sjá byltingu fyrir mörgum árum, en það vildu fáir hlusta á varnaðarorðin þegar partýið var í ennþá í botni og flestum virtist sem það gæti bara orðið ennþá meira stuð, nú þegar blasir við öllum sem sjá vilja hvað rotnun var og er í gangi tekur flest fólk við sér nema aumkunaverðir smáborgarar og þeir sem vilja sömu úrkynjun og drottnandi elítu áfram.
Georg P Sveinbjörnsson, 8.11.2008 kl. 20:34
lol !! íslensk egg og jógúrt
Berglind Eva Björgvinsdóttir, 9.11.2008 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.