30 dagar til jóla..

Rosalega er tíminn fljótur að líða, árið er bara að klárast.

Fólk er svo að sjokkerast yfir því að maður er ekki farinn að setja upp jólaseríurnar hjá sér hér í bæ, þar sem flestir eru búnir að skreyta hús sín. Ég ætlaði mér nú bara ekki setja upp eina einustu upp hjá mér, þar sem það kveiknaði í einni sem ég var með úti á svölum fyrir sunnan. Alveg nóg að setja upp litríkt jólaskraut.

Svo fær maður nú kannski að kynnast almennilegum kreppujólum nú í fyrsta sinn? Fjölkskyldan er farin að heimta hámarksverð á gjöfum, annars bara engar gjafir því það hefur engin efni á þessu núna.

Er fólk alveg hætt að búa til gjafirnar sjálft??  Mér finnst þær miklu meir persónulegri og skemmtilegri.

En já góð spurning hvernig þessi jól verða. Þetta fer allt alveg vel í mig, ekkert stress hjá mér, allavega ekki fyrr en ég fer í bæinn.

 

kreppujól

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Kreppujól já eins og í baðstofunum á sveitabæjunum í gamla daga.

Ómenguð jólastemming .pure and simple.

Æ já Aðventan er alltaf notalegur tími. Við látum engan stela frá okkur jólunum.

Nóg búið að stela samt. kv

hilmar jónsson, 24.11.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Berglind Eva Björgvinsdóttir

takk fyrir þetta komment Hilmar

jólin eru alltaf hlý og góð 

Berglind Eva Björgvinsdóttir, 24.11.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband